Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var í dag valinn í 12 manna hópinn sem leikur gegn Búlgaríu og Finnlandi 29. júní og 2. júlí næstkomandi í undankepni HM. Kristinn Pálsson sem æft hefur með liðinu að undanförnu náði ekki inn í hópinn að þessu sinni.
Hópurinn
Breki Gylfason – Appalachian State/Haukar, USA (Nýliði)
Elvar Már Friðriksson – Denain Voltaire, Frakkland (32)
Haukur Helgi Pálsson Briem – Cholet Basket, Frakkland (65)
Hjálmar Stefánsson – Haukar (Nýliði)
Hlynur Bæringsson – Stjarnan (120)
Hörður Axel Vilhjálmsson – Kymis, Grikkland (72)
Jón Axel Guðmundsson – Davidson/Grindavík, USA (5)
Kári Jónsson – Haukar (7)
Kristófer Acox – KR (34)
Martin Hermannsson – Châlons-Reims, Frakkland (60)
Tryggvi Snær Hlinason – Valencia, Spánn (27)
Ægir Þór Steinarsson – Tau Castelló, Spánn (53)
Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Jóhannes Marteinsson