Elvar með rosalega þrennu í síðasta heimaleik ársinsPrenta

Körfubolti

Tvö stig bættust í safnið í gærkvöldi eftir sigur á Breiðablik í Domino´s-deild karla. Ís Blika var ekki brotinn fyrr en á lokasprettinum og þá var Elvar Már Friðriksson með eina þrennumóður er hann gerði 40 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar.

Eftir leikinn í gær eru Ljónin okkar áfram á toppi deildarinnar ásamt Tindastól með 18 stig, 9 sigra og 1 tapleik en tíundu umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Á mánudag er svo svaklegur leikur í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins gegn Þór Þorlákshöfn og 20. desember lýkur árinu með leik gegn Skallagrím í Domion´s-deildinni í Fjósinu í Borgarnesi.

Tölfræði leiksins í gær
Myndasafn frá leiknum í gær