Elvar Már Friðriksson og félagar í LIU háskólanum þurftu að sætta sig við fimmta ósigurinn í röð í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta í gær. Njarðvíkingurinn Elvar lék vel þrátt fyrir 72-56 ósigur gegn New Hampshire, og var næst stigahæstur með 11 stig. Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að neðan.