Erfitt tap í framlengdum leik gegn SnæfellPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur varð í gærkvöldi að sætta sig við erfitt tap gegn Snæfell Í Domino´s-deild kvenna. Framlengja varð leikinn en Snæfell slapp á braut með 70-73 sigur.Shay var stigahæst í gær með 27 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar og því aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni. Næstar Shay voru Björk Gunnarsdóttir og Ína María Einarsdóttir báðar með 11 stig.

Næsti leikur kvennaliðs Njarðvíkur er laugardaginn 3. febrúar gegn Val. Fátt ef nokkuð annað bendir til þess að liðið muni kveðja Domino´s-deildina í bili enda án stiga á botni deildarinnar um þessar mundir og 14 stig í næsta lið þegar aðeins 18 stig eru eftir í pottinum og allar innbyrðisviðureignir enn í óhag.

Umfjallanir miðla um leikinn í gær:

Karfan.is
Vísir.is
Ruv.is

AG Seafood logo 2015