Bakvörðurinn Erna Freydís Traustadóttir er komin í Njarðvík á nýjan leik eftir stutt stopp hjá Breiðablik í Domino´s-deild kvenna. Endurkoma Ernu er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og kvennaliðið sem á í mikilli baráttu í 1. deild kvenna um þessar mundir.
Erna er þegar orðin lögleg með liðinu og getur látið til sín taka gegn Fjölni þann 28. janúar næstkomandi. Erna mun gera tveggja ára samning við KKD UMFN enda mikilvægt að hafa sterkan og langvarandi kjarna í því uppbyggingarstarfi sem nú á sér stað hjá kvennaliði Njarðvíkur.