Grænir og vænir náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Domino´s-deildar karla með naumum 86-90 útisigri gegn Val síðastliðið fimmtudagskvöld. Jeb Ivey var stigahæstur í leiknum með 28 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Jeb var 4/5 í teigskotum og 4/4 í þristum, stórglæsileg nýting.
Elvar Már Friðriksson bætti við 21 stigi, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum og þá var Mario Matasovic með 15 stig og 9 fráköst. Valsmenn náðu mest 11 stiga forystu í leiknum en Jeb Ivey tók við stjórninni á lokasprettinum og fór fyrir stigunum tveim. Fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir í 14. umferð deildarinnar.
Það gekk á ýmsu í leiknum og hann fer seint í sögubækurnar sem fallegasti körfuboltaleikur ársins en sigurinn skiptir öllu máli og nú eru ljónin að hlaða rafhlöðurnar fyrir leikinn gegn Vestra á mánudag í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins.
Tölfræði leiksins
Svipmyndir úr leiknum