Þjóðhátíðarkaffihlaðborð Körfuknattleiksdeildar UMFN fór fram á 17. júní í Njarðvíkurskóla. Fjölmennt var á kaffihlaðborðinu og sumarskap í sinni þrátt fyrir smá garra utandyra. Svo sem alvant þannig lagað á þjóðhátíðardaginn og því fáir að kippa sér upp við veðrið heldur áttu góða stund í Njarðvíkurskóla.
Körfuknattleiksdeild UMFN vill þakka kærlega öllum þeim sem mættu til samsætisins sem og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera viðburðinn jafn veglegan úr garði og raun bar vitni.
Sérstakar þakkir fá Kostur, Valgeirsbakarí, Myllan, Kaffitár, Nettó, starfsfólk Ljónagryfjunnar og Njarðvíkurskóli fyrir sína aðstoð við framkvæmdina.