Um helgina fór fram glæsilegt N1 mót á Akureyri, sem er haldið af KA.
Njarðvík sendi 6 lið til leiks með um 60 drengjum á Akureyri á mótið. Liðin öll voru Ungmennafélagi Njarðvíkur til sóma og stóðu sig mjög vel.
Gaman er að segja frá því að lið 1 náðu alla leið í 8 liða úrslit og töpuðu þar fyrir sigurvegurum mótsins Stjörnunni 1. Liðið vann svo annarsvegar Val 1, 1-0, og hinsvegar Þór Akureyri 1, 4-1, og tryggðu sér 5. sæti í A styrkleika sem er fimmta sæti af 210 liðum og er besti árangur liðs frá Njarðvík á N1 mótinu í sögunni.
Glæsilegur árangur og framtíðin svo sannarlega björt!
Áfram Njarðvík!