Frábær liðsheild gegn HaukumPrenta

UMFN

Í kvöld tryggði karlaliðið sér sæti í 4. liða úrslitum VÍS bikarsins með sigri á liði Hauka. 93:61 varð niðurstaða kvöldsins og óhætt að segja að liðið hafi spilað gríðarlega vel á báðum endum vallarins þetta kvöldið. Mikil ákefð var í varnarleik liðsins allt frá fyrstu mínútu og það skilaði sér hinumegin oft á tíðum í auðveldum körfum.  Okkar menn leidu 51:37 í hálfleik og þá þegar var komin ágætis grunnur að þessum sigri.  Þeir hinvsegar gáfu ekkert eftir í þeim seinni, létu Hauka finna vel fyrir tevatninu og niðurstaðan sem fyrr segir nokkuð öruggur sigur.  Ungir og efnilegir leikmenn okkar fengu svo að viðra sig á parketinu undir lok leiks og það var Sigurbergur Ísaksson sem lokaði kvöldinu með spjaldið ofnaí þrist (gleymdi samt að kalla spjaldið)  Óþarfi er að tína til einstaklinga sem sköruðu fram úr í þessum leik þar sem að liðsboltinn var ansi huggulegur á löngum köflum.

 

Næst eru það ÍR og mæta þeir í Ljónagryfjuna á nk. fimmtudag og hefst leikurinn kl 18:00 eins og staðan er núna. Það gæti hugsanlega breyst en þó ólíklegt.  Fyllum Ljónagryfjuna og styðjum liðið til sigurs og þá í úrslitaleikinn.

 

Tölfræði leiksins