Freysteinn Ingi valinn í U19 ára landsliðiðPrenta

Fótbolti

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í undankeppni EM 2026.

Riðillinn verður leikinn í Rúmeníu og mætir Ísland þar Finnlandi, Rúmeníu og Andorra.

Okkar maður, Freysteinn Ingi Guðnason er meðal þeirra 20 leikmanna sem hafa verið valdir í hópinn.
Þá er einnig Davíð Helgi Aronsson, sem lék með okkur á láni frá Víkingum í sumar í landsliðshópnum.

Hópinn í heild má sjá hér: https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2025/11/05/Hopur-U19-karla-fyrir-undankeppni-EM-2026/

Knattspyrnudeildin óskar okkar mönnum innilega til hamingju með valið og óskar þeim, sem og íslenska U19 ára landsliðinu góðs gengis í verkefninu!