Þing Körfuknattleikssambands Íslands var sett í Laugardal í morgun. Laust eftir þingsetningu fóru fram heiðursveitingar að tillögu stjórnar KKÍ þar sem þeir Einar Árni Jóhannsson þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og Friðrik Pétur Ragnarsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hlutu silfurmerki KKÍ fyrir sitt framlag um árabil til körfuknattleiksíþróttarinnar í landinu.
Stjórn KKD UMFN óskar Einar og Friðriki innilega til hamingju með heiðursmerkin.