Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá Njarðvíkurliðinu! Körfuboltapartý fyrir yngstu iðkendurnaPrenta

Körfubolti

Tindastólskonur mæta í heimsókn í IceMar-höllina í kvöld í 3. umferð Bónus deildar kvenna. Njarðvík hefur byrjað tímabilið vel og sigrað báða leiki sína í deildarkepnninni til þessa, og hvetjum við alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í kvöld og hjálpa stelpunum í átt að þeim þriðja.

Barna- og unglingaráð er með flotta dagskrá fyrir ungdóminn fyrir leik, og minnum á að boðið er uppá 2 fyrir1 miða fyrir foreldra iðkenda á leikinn í kvöld. Allir á völlinn. Áfram Njarðvík!

Barnadagskrá:

Núna á miðvikudaginn ætlar barna og unglingaráð að halda körfuboltapartý fyrir alla iðkenndur í minnibolta leikskolahóp og upp í mb10-11 ára. Partý hefst kl 17:30 með flottu Bingó og flottum verðlaunum.

Þá verður hægt að reyna fyrir sér í píluheppni ( hitta í miðju gefur vinning ) Einnig verður baunapokakast og þar geta heppnir unnið til verðlauna. Barna og unglingaráð munu tendra upp í Grillinu og setja bestu pylsur landsins.

Eftir skemmtun inn í Stapaskóla þá fara allir á fyrsta heimaleik hjá stelpunum þar sem allir krakkar mynda skjaldborg í kringum völlinn og fá að taka þátt í kynningu liðsins. Endilega mæta í Njarðvikurbúning eða græn.

Stelpurnar hafa verið frábærar og eiga skilið FRÁBÆRA mætingu 💚 Stjórn körfunar ætlar að bjóða öllum foreldrum iðkenda 2/1 á miðum á leikinn og vonumst við að sjá alla foreldra mæta með krökkunum.

Verð 1500kr per haus í körfuboltapartý innifalið Bingóspjald-grilluð pylsa-drykkur-prinspolo (Hægt að kaupa lika auka pylsur) Það mega allir taka þátt í bingó 💚iðkendur/foreldrar/systkyni. Væri ótrulega gaman að sjá alla krakkana sem eru að æfa mæta í partý og svo hvetja saman í leiknum. Hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudaginn í Stapaskóla og IceMar Höllinni.