Þá er loksins komið að því, fyrsti heimaleikurinn í Bónus-deild karla fer fram í kvöld laugardagskvöldið 11. október. Njarðvíkurljónin okkar taka þá á móti ÍR kl. 19:00 í IceMar-Höllinni. Hér mætast tvö af sögufrægustu körfuknattleiksliðum Íslands og því von á hörku skemmtilegu laugardagskvöldi.
Bæði lið lágu á útivelli í fyrstu umferð, Njarðvík tapaði gegn Grindavík og ÍR tapaði gegn Keflavík og því eru bæði lið á höttunum eftir sínum fyrstu stigum í deildinni.
Við hvetjum alla til að mæta snemma og afgreiða kvöldmatinn í IceMar-Höllinni en brakandi ferskir borgarar verða á boðstólunum frá kl. 18.00. Hlökkum til að taka á móti ykkur í IceMar-höllinni í kvöld en þeir sem komast ómögulega geta náð leiknum á SÝN Sport Ísland 2 þar sem hann verður í beinni.
