Lokahóf yngri flokka UMFN 2017-2018
Lokahóf yngri flokka UMFN fór fram í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 24. maí síðastliðinn. Gabríel Sindri Möller hlaut þar Elfarsbikarinn en Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hlaut Áslaugarbikarinn. Rúmlega 250 iðkendur hafa nú lokið sínu tímabili með Njarðvík og annasamt ár að baki. Hér eða neðan er að finna verðlaunahafa í hverjum flokki.
Áslaugar- og Elfarsbikarinn eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngriflokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Áslaugarbikarinn var afhentur í fjórða sinn en hann er gefinn til minningar um Áslaugu Óladóttur af fjölskyldu hennar.
Elfarsbikarinn hefur verið afhentur í rúm 25 ár og var það nú í fjórða sinn sem hann er einungis fyrir drengi í yngri flokkum félagsins, eftir að Áslaugarbikarinn bættist við. Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar.
Bæði Áslaug og Elfar voru virk í starfi körfunnar í Njarðvík og hér eru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem afhenda bikarana í dag. Það má geta þess að þessir bikarar eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla.
Óli Þór faðir Áslaugar og Jón Þór sonur Elfars afhentu bikararana fyrir hönd fjöslkyldnanna.
Áslaugarbikarinn í ár hlaut Hulda Ósk Bersteinsdóttir leikmaður unglinga- og meistaraflokks félagsins. Hulda var lykilmaður í stúlknaflokki í vetur og einnig var hún mikilvægur leikmaður meistarflokks . Hulda er flott fyrimynd fyrir unga leikmenn bæði utan og innan vallar. Hún var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Njarðvíkur eftir yfirstandandi tímabil. Hulda var nú í vor valin í æfingahóp U 20 ára lið Íslands sem tekur þátt í Evrópumóti í sumar.
Elfarsbikarinn í ár hlaut Gabríel Sindri Möller leikmaður unglinga- og meistaraflokks. Gabríel er samviskusamur og virkilega duglegur leikmaður. Hann er lykilmaður í unglingaflokki og átti til að mynda frábæran leik í úrslitaleik um Íslandsmeistartitilinn nú í vor þar sem hann stýrði leik liðsins með mikilli festu. Gabríel fór á venslasamning með meistaraflokki Gnúpverja sem spila í 1.deildinni um miðjan vetur og stóð sig mjög vel þar, hann var valinn efnilegasti leikmaður liðsins og einnig efnilegasti leikmaður meistaraflokks UMFN. Gabríel var valinn í æfingahóp U20 ára lið Íslands sem mun taka þátt í Evrópukeppni í sumar. Þess má geta að móðir Gabríels, Hólmfríður Karlsdóttir var fyrst kvenna til að fá afhentan Elfarsbikarinn.
MB 11ára stúlkur
Í minnibolta 11 ára stúlkna æfa 19 metnaðarfullar stelpur, þær hafa tekið miklum framförum í vetur og stóðu sig vel á sínu fyrsta íslandsmóti.
Þjálfari var Eygó Alexandersdóttir
Mestu framfarir: Margrét Norðfjörð Karlsdóttir
Efnilegust : Bríet Björk Hauksdóttir
Mikilvægust :Veiga Dís Halldórsdóttir
MB 11 ára drengja
Minnibolti 11 ára drengja keppti á Íslandsmóti í ár og tefldi flokkurinn fram tveimur liðum í öllum mótum. Drengirnir stóðu sig vel, voru félaginu til sóma og sýndu framfarir í hverju móti. Framtíðin er björt hjá þessum ungu drengjum sem stíga nú senn skrefið úr minniboltanum.
Þjálfari var Jón Haukur Hafsteinsson
Mestu framfarir – Hermann Borgar Jakobsson
Efnilegastur – Salvar Gauti Ingibergss
Mikilvægastur – Lárus Valberg
7.flokkur stúlkna
Stelpurnar í 7 flokki voru i A riðli í fjórum fjölliðamótum af fimm. Þær stóðu sig vel í allan vetur og sýndu miklar framfarir.
Þjálfari var Bylgja Sverrisdóttir
Mestu framfarir: Emilía Ólafsdóttir
Efnilegasti leikmaður : Lovísa Grétarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður : Lovísa Bylgja Sverrisdóttir
7.flokkur drengja
Strákarnir í 7.flokki hófu keppni í C-riðli og enduðu tímabilið einnig þar. Þeir enduðu með jákvætt vinningshlutfalli og voru með 11 sigra og 9 töp . Þeir voru í mjög mikilli baráttu um að komast upp um riðil í allan vetur og voru mjög nálægt því. Strákarnir tóku mjög miklum framförum og koma eflaust sterkari til baka á næsta tímabili.
Þjálfari var Hermann Ingi Harðarsson
Mestu framfarir: Axel Máni Maack
Efnilegasti: Brynjar Dagur Freysson
Mikilvægasti: Guðjón Logi Sigfússon
8.flokkur stúlkna
8 flokkur stúlkna byrjaði veturinn vel og endaði í 3 sæti í fyrsta fjölliðamótinu en féllu svo í B riðill, þær enduðu veturinn á því að koma sér upp í A riðil og ætla þessar stelpur að fara til Svíþjóðar í júní að keppa a vinaliða móti.
Þjálfari var Eygló Alexandersdóttir
Mestu framfarir Ásdís Hjalmrós Jóhannesdóttir
Efnilegust Aníta Ýrr Taylor
Mikilvægust Krista Gló Magnúsdóttir
8.flokkur drengja
8.flokkur drengja hóf tímabilið í B-riðli og spilaði þar fyrstu tvær törneringarnar. Með mikilli vinnu þá komust þeir í A riðil og spiluðu í þeim riðli það sem eftir lifði keppnistímabils. Þeir unnu 11 af 20 leikjum sínum í vetur.
Þjálfari var Daníel Guðni Guðmundsson
Mestu framfarir: Ingólfur Kristinsson
Efnilegastur: Kristófer Hearn
Mikilvægastur: Róbert Sean Birmingham
9. flokkur stúlkna tefldi fram tveimur liðum í vetur
Níunda flokks hópurinn er eflaust fjölmennasti og duglegasti stúlknahópur sem komið hefur fram í Njarðvík. Stúlkurnar eru flestar griðarduglegar að æfa og ekki ólíklegt að margir leikmenn verði framtíðar meistaraflokksleikmenn.
Þjálfarar voru Bylgja Sverrisdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson
A-lið níunda flokks stúlkna kom titlalaus frá tímabilinu þrátt fyrir að tapa aðeins tveimur leikjum og í raun breikka „getulega“ bilið á milli þeirra og flestra annara liða. Leikirnir sem töpuðust voru dýrmætir, bikarúrslitaleikur og undanúrslitaleikur Íslandsmótsins. Frábært lið sem var mjög nálægt því að vinna tvo titla.
Mestar framfarir: Helena Rafnsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Anna Lilja Ásgeirsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Vilborg Jónsdóttir
B-lið níunda flokks bætti sig jafnt og þétt allt árið og vann tvö lið í lokamóti vetrarins sem liðið hafði tapað fyrir með miklum mun í upphafi árs. Framfarir margra stúlkna voru umtalsverðar, í flestum tilvikum í réttu samræmi við æfingasókn.
Mestar framfarir: Svava Ósk
Efnilegasti leikmaður: Filoreta Osmani
Mikilvægasti leikmaður: Katrín Freyja Ólafsdóttir
9.flokkur drengja
9.flokkur drengja lék á Íslandsmóti og tók þátt einnig í bikarkeppni KKÍ. Uppistaða leikmanna í 9.flokk kemur úr 8.flokk og fengu þeir að spila oft gegn sterkum og hávaxnari andstæðingum sem þeir stóðu sig vel gegn. Minnistæður er leikur gegn Fjölni í bikarkeppni sem fór fram í Njarðvík, þar sem strákarnir spiluðu frábærlega og komust áfram í næstu umferð keppninnar.
Þjálfari var Daníel Guðni Guðmundsson
Mestu framfarir: Sigurbergur Ísaksson
Efnilegastur: Elías Pálsson
Mikilvægastur: Sveinn Andri Sigurpálsson
10.flokkur stúlkna
10.flokkur stúlkna hefur í nokkur ár verið fámennur og þetta tímabilið æfðu aðeins tvær stúlkur á réttum aldri. Árgangar 2002 og 2003 hafa í raun verið þjálfuð sem ein heild síðustu ár og hefur það samstarf gengið ágætlega. Liðið hefur síðustu ár verið þriðja sterkasta lið landsins og var það enn og aftur í ár. Framfarirnar hafa þrátt fyrir það verið umtalsverðar og tapaði liðið t.a.m. gegn Keflavík í undanúrslitum, með tveimur stigum í tvíframlengdum leik.
Þjálfarar voru Jóhannes Kristbjörnsson og Bylgja Sverrisdóttir
Mestar framfarir: Sigurveig Sara Guðmundsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Þórunn Friðriksdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Lára Ösp Ásgeirsdóttir
10.flokkur drengja
10.flokkur drengja sameinaðist liði Grindavíkur og spiluðu undir merkjum beggja félaga. Í vikunni var haldið lokahóf í Grindavík fyrir þann flokk og fengu fulltrúar okkar verðlaun fyrir veturinn. Mikael Máni Möller var valinn efnilegasti leikmaður flokksins og Sverrir Þór Freysson var valin besti liðsfélaginn. Einnig var Jan Baginski valin efnilegasti leikmaðu 9.flokks.
Drengjaflokkur
Drengjaflokkur áttu marga flotta leiki í vetur þar sem þeir unnu sterk lið. Þeir komust í átta liða úrslit en duttu út gegn Stjörnunni eftir hörkuleik.Miklar bætingar voru hjá hópnum ,sérstaklega varnarlega og eiga margir í þessum hóp möguleika á að vera framtíðarleikmenn meitaraflokks félagsins.
Þjálfari liðsins var Logi Gunnarsson
Mestu framfarir fær Arnór Sveinsson
Efnilegasti leikmaðurinn er Bergvin Einir Stefánsson
Mikilvægasti leikmaðurinn er Veigar Páll Alexandersson
Stúlknaflokkur
Í fyrsta leik stúlknaflokks í vetur hittust einhverjir leikmenn í fyrsta skipti. Þrír leikmenn liðsins æfðu og léku eingöngu með meistaraflokki kvenna. Aðrir leikmenn æfðu saman með 9.og 10. Flokki til að ná góðum æfingum sem tókst ágætlega. Þrátt fyrir þessa aðstöðu þá bætti liðið leik sinn hægt og bítandi og endaði í þriðja sæti eftir deildarkeppnina. Liðið féll úr leik í undanúrslitum gegn sterku liði Hauka.
Þjálfari var Jóhannes Kristbjörnsson
Mestar framfarir: Hulda Ósk Bergsteinsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Erna Freydís Traustadóttir
Mikilvægasti leikmaður: Hrund Skúladóttir
Unglingaflokkur karla:
Strákarnir í unglingaflokki áttu mjög gott tímabil – Leikmannahópurinn tók breytingum eftir að tímabilið byrjaði og var spilamennska liðsins á uppleið allan veturinn. Þeir duttu út í 8.liða úrslitum í bikar en eftir áramót töpuðu þeir aðeins einum leik. Þeir unnu 10 leiki í röð sem endaði á úrslitaleik gegn Breiðablik hérna í Ljónagryfjunni þar sem okkar menn lyftu Íslandsmeistaratitlinum!
Þjálfarinn var Rúnar Ingi Erlingsson
Mestu framfarir – Gabríel Sindri Möller
Efnilegastur leikmaður – Snjólfur Marel Stefánsson
Mikilvægasti leikmaður – Kristinn Pálsson