Njarðvíkingar hafa samið við bakvörðinn Evans Ganapamo. Hann er landsliðsmaður mið-Afríkulýðveldisins, en hann er einnig með franskt vegabréf.
Ganapamo er þrítugur og 201 cm á hæð. Síðustu ár hefur hann leikið í Afríku hjá Cape Town og Bangui Sporting Club. Áður lék hann hjá París Basketball í b-deild þar í landi. Hann lék með New Orleans háskólanum í Bandaríkjunum.
Við bjóðum Ganapamo velkominn í Njarðvík!
#FyrirFánannogUMFN