Góð byrjun en Fjölnir sterkari í lokinPrenta

Körfubolti

Undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Fjölnis í 1. deild kvenna hófst í gær. Okkar konur byrjuðu leikinn vel en Fjölniskonur áttu þriðja leikhluta og lögðu þar gruninn að 73-60 sigri í þessum fyrsta leik. Staðan er því 1-0 fyrir Fjölni en liðin mætast aftur á þriðjudag í Ljónagryfjunni í annarri viðureign seríunnar.

Kamilla Sól Viktorsdóttir var atkvæðamest í leiknum í gær með 18 stig, 5 stoðsendinga rog 4 fráköst en henni næst var Jóhanna Lilja Pálsdóttir með 14 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiksins

Eins og áður kemur fram er annar leikurinn í viðureigninni í Ljónagryfjunni á þriðjudag og hefst kl. 19:15. Þar ætla Ljónynjurnar sér að finna lykilinn að sigri gegn Fjölni og jafna einvígið! Áfram Njarðvík.

Mynd/ Bára Dröfn – Kamilla Sól var stigahæst í Njarðvíkurliðinu í gær.