Góður sigur í vesturbænumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði KV á KR velli í kvöld 0 – 3. Það er óhætt að segja að sigur okkar hafi verið sanngjarn þó mörkin hafi komið seint og þau hefðu geta orðið fleiri.

Fyrrihálfleikur einkendist að baráttu beggja liða án þess að hvorugt hafi fengið svo mikið sem færi til að skora. Ekki neitt sérstakur fótbolti sem boðið var uppá í dekkjakurlinu á KR velli.

Seinnihálfleikur var mun skárri og við vorum meira með boltann og mun beittari. Það var svo á 77 mín að fyrsta markið kom þegar Hafsteinn Gísli Valdimarsson skallaði boltann laglega í markið eftir horn. Við markið tókum við góðan kipp og farið var að draga af heimamönnum. Theodór Guðni bætti við öðru marki á 80 mín eftir hraðaupphlaup. Hafsteinn Gísli gerði svo sitt annað mark á 88 mín aftur með skalla eftir hornspyru. Við hefðum átt að bæta við en 0 – 3 er öflugur sigur gegn KV sem hefur á að skipa mörgum góðum leikmönnum.

Nú kemur hlé fram á mánudaginn 31 maí þegar Ægismenn koma í heimsókn.

Hvað segir Guðmundur Steinarsson um leikinn;

Hörkuleikur í kvöld eins og allir leikir gegn KV. Barráttan var út um allan völl og fór mikil orka í það hjá báðum liðum. Lítið var þó um marktilraunir hjá báðum liðum, við vorum samt töluvert meira með boltann og líklegri til að skora. Það gerðist svo þegar um korter var eftir að við brutum ísinn og fylgdum því svo vel eftir með tveimur góðum mörkum í viðbót.

Heilt yfir flott frammistaða og fyrsti sigur Njarðvíkur gegn KV í mótsleik staðreynd. Þessi sigur verðum tileinkaður tveimur aðilum sem eiga afmæli sama daginn og urðu báðir fimmtugir en það eru þeir Óli Thord og Svanur Þorsteins. Til lukku peyjar.

Leikskýrslan KV – Njarðvik 

Myndirnar eru ur leiknum í kvöld

IMG_4917

IMG_4956

IMG_4962

IMG_4931