Vertíðin er hafin og það kom sigur í trollið. Undiraldan frá Keflavík var þung en á lokasprettinum stigu grænir upp með Loga fyrirliða Gunnarsson í broddi fylkingar og kláruðu verkefnið 97-90.
Keflavík var í bílstjórasætinu í kvöld en ljónin sterkari á lokasprettinum. Keflavík bauð upp á 14/28 í þristum sem er fjandi vel gert og grænir 15/32 sem er 47% en Keflavík í 50% svo þessu rigndi inn í kvöld. Leikurinn hafði allt það sem prýðir góðan „derby“-slag og montrétturinn kominn í Ljónagryfjuna!
Maciej Baginski var stigahæstur með 23 stig og Jeb Ivey bætti við 22 stigum og 8 stoðsendingum. Þá var Julian Rajic með 18 stig og Logi Gunnarsson 15 en hann sýndi enn eina ferðina hve vel honum líkar við aðstæður með nokkrum stálhreðjaskotum þegar leikurinn er í járnum.
Frábær sigur og í næstu umferð er það Þór Þorlákshöfn á útivelli.
Svipmyndir úr leiknum
Tölfræði leiksins
Viðtal við Jeb eftir leik
Viðtal við Einar eftir leik
Umfjöllun Karfan.is um leikinn
VF.is: Logi og Maciej eftir leik
Vísir.is: Umfjöllun og viðtöl eftir leik
Mbl.is: Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn
Mynd/ JBÓ: Ólafur Helgi ásamt nokkrum grænum og glerhörðum eftir sigurinn í kvöld.