Sannkölluð grannaglíma verður í IceMar-Höllinni í kvöld kl. 19:15 þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í lokaumferð Bónusdeildar kvenna fyrir jólafrí.
Í síðustu viku mættust liðin í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins þar sem Ljónynjur unnu æsispennandi eins stigs sigur á ríkjandi bikarmeisturum Keflavíkur. Það má því búast við hörku leik í kvöld svo við mætum með læti og mætum græn!
Njarðvík og Keflavík hafa bæði 14 stig í deildinni í 2.-3. sæti en Haukar tróna á toppnum með 16 stig. Tvö dýrmæt stig í húfi í kvöld. Allir á völlinn!
Fyrir leik eða kl. 17.30 verður jólabingó í Stapaskóla fyrir alla miniboltaiðkendur í félaginu sem síðan munu slá skjaldborg um völlinn í lok upphitunar fyrir leik.