Hátt í 70 börn mættu í páskaeggjaleitina í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Frábær mæting var í páskaeggjaleit Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Nói Siríus sem fram fór í skrúðgarðinum í Njarðvík síðastliðinn pálmasunnudag. Tæplega 70 börn mættu og leituðu að litríkum miðum sem þau síðar skiptu út fyrir páskaegg og auðvitað var heitt súkkulaði á staðnum til að ylja leitarfólki.

Þetta var annað árið í röð sem KKD UMFN stendur að páskaeggjaleit í skrúðgarðinum og voru umtalsvert fleiri sem mættu í ár en fyrsta árið og ljóst að þessi viðbuðrum er ekkert á förum.

Í ár var ein nýbreytni en boðið var upp á einn miða sem gaf gullegg en það var Ragna Talía Magnúsdóttir sem fann gullmiðann og fór heim með risastórt páskaegg frá Kosti.

Við þökkum öllum þeim sem mættu og gerðu daginn jafn skemmtilegan og raun bara vitni. Þá þökkum við einnig Nói Siríus og Kosti fyrir sitt liðsinni við páskaeggjaleitina.