Heimir Gamalíel Helgason sem leikur með yngriflokkum UMFN var í síðustu viku boðið til æfinga hjá stórliði Barcelona og lék hann með liðinu á æfingamóti. Útsendari hafði verið að fygljast með Heimi sem fór til Litháen og æfði með liði Zalgiris þar í landi. Sú ferð vatt svo uppá sig og fleiri útsendarar fóru að líta okkar mann hýru auga og úr varð ferð til Barcelona þar sem Heimir spilaði með þessu stórliði á spáni 4 leiki.
Heimir stóð sig með prýði og skoraði meðal annars 29 stig í einum leiknum. Faðir Heimis, Helgi Már Helgason fyrrum markvörður og einn allra öflugasti lyfsali bæjarins (hjá Reykjanes Apóteki) sagði í samtali við heimasíðuna að ferðin hafi heppnast gríðarlega vel og hafi verið ævintýri líkast. Frumraun hans með Barcelona hafi verið vel fyrir ofan par og að hann hafi verið klúbbnum til mikils sóma.