Höllin kallar! Njarðvík-SkallagrímurPrenta

Körfubolti

Þá er komið að því! Undanúrslitaleikur Njarðvíkur og Skallagríms fer fram í Laugardalshöll í dag kl. 17:00. Sigurvegari kvöldsins arkar áfram í úrslit gegn annað hvort Keflavík eða Snæfell á laugardag.

Fjórum sinnum hefur kvennalið Njarðvíkur leikið til bikarúrslita og af hverju ekki að bæta fimmta úrslitaleiknum við? Það hefst með góðum stuðningi svo við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Laugardalshöll í dag.

Hér er hægt að skoða upphitun Karfan.is fyrir leikinn:

Karfan.is: Kemst bikarlið Njarðvíkur í úrslit?: „Ef þið vinnið ekki hlaupið þið Suicide á morgun“