Tíunda umferð Inkasso-deildarinnar hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum og í kvöld eru aðrir þrír í kvöld og umferðinni lýkur á laugardag. Við heimsækjum Gróttu á Seltjarnarnesið. Það er óhætt að segja að Grótta er heitasta liðið í Inkasso-deildinni þessa stundina en nýliðarnir hafa náð góðum árangri sem af er. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Njarðvík eins og reyndar allir aðrir en það er komin tími á að fara taka stig.
Við hvetjum sem flesta að mæta í kvöld á Vivaldivöllurinn og hvetja strákanna áfram.
Fyrri viðureignir
Njarðvík og Grótta eiga að baki 38 mótsleiki, þrátt fyrir nánast jafnt hlutfall þá er markatala Gróttu betri.
Leikir | Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | |
B deild | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 – 2 |
C deild | 20 | 4 | 5 | 11 | 22 – 34 |
D deild | 6 | 2 | 3 | 1 | 10 – 8 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 4 | 1 | 0 | 3 | 7 – 7 |
38 | 14 | 11 | 13 | 37 – 51 |
GRÓTTA – NJARÐVÍK
föstudaginn 7. júlí kl. 19:15
Vivaldivöllurinn
Dómari; Bjarni Hrannar Héðinsson
Aðstoðardómari; Breki Sigurðsson
Aðstoðardómari; Sævar Sigurðsson
Eftirlitsmaður; Björn Guðbjörnsson