Inkasso deildin; Njarðvík – ÍAPrenta

Fótbolti

Í kvöld tökum við á móti liði Skagamanna í 15 umferð Inkasso deildarinnar. Skagamenn eru í toppbaráttunni, hafa verið það frá byrjun móts og sem stendur í 2-3 sæti. Staða okkar er ekki alveg nógu góð sem stendur við erum fastir í fimm liða pakka sem öll eru á svipuðu róli frá sjöunda sæti og niður.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að ná einhverju út úr næstu leikjum og við hvetjum Njarðvíkinga að mæta í kvöld og hvetja liðið áfram. Allir á völlinn, áfram Njarðvík.


Fyrri leikurinn

Okkur tókst að ná jafntefli gegn ÍA á Akranesi í fyrri umferð 2 – 2. Stefán Birgir náði forystunni fyrir Njarðvík á 4 mín en Skagamenn jöfnuðu á 36 mín. Skagamenn komust yfir á 66 mín og virtust líklegir til að bæta við en Magnús Þór náði að jafna á 86 mín.

NJARÐVÍK – ÍA
fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19:15
Njarðtaksvöllurinn

Inkasso-deildin  staðan

Dómari Bjarni Hrannar Héðinsson
Aðstoðardómari 1 Smári Stefánsson
Aðstoðardómari 2 Atli Haukur Arnarsson
Eftirlistmaður