Þá hefst seinni hluti Inkasso-deildarinnar og við heimsækjum Þrótt í Laugardalinn í kvöld. Uppskera félaganna eftir fyrri umferð var sú að Þróttur er í 5 sæti með 16 stig og Njarðvík í 10 sæti með 10 stig. Þannig að þessi leikur eins og allir aðrir í þessu móti eru sex stiga leikir. Það er ljóst að við verðum að leggja okkur alla í þetta verkefni í kvöld til að koma hreyfingu á okkur í stigatöflunni. Það er stutt í allar áttir út fimmta sæti og niður.
Við hvetjum okkar fólk að fjölmenna bakvið liðið og mæta í Laugardalinn í kvöld.
Fyrri leikurinn
Fyrir leikinn höfðu liðin mæst viku áður í Mjólkurbikarnum þar sem Þróttur sigraði 2 – 4 á Njarðtaksvellinum í leiðindaveðri þar sem flestar útgáfur voru í boði. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1 – 1 en Neil Slooves hafði þá náð forystunni fyrir Njarðvík á 59 mín. Þróttur náði síðan að jafna leikinn á 95 mín, alveg í blálokin.
ÞRÓTTUR R. NJARÐVÍK
föstudaginn 20. júlí kl. 19:15
Eimskips völlurinn
Inkasso-deildin staðan
Dómari Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómari 1 Ragnar Þór Bender
Aðstoðardómari 2 Antoníus Bjarki Halldórsson
Eftirlistmaður Einar Freyr Jónsson