Unglingalandsmót UMFÍ 2024 verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina líkt og venja er. Skráning á Unglingalandsmótið er hafin. Í ár er sú breyting á að Ungmennafélagið Njarðvík er ekki aðildarfélag að UMFÍ heldur er það ÍRB (Íþróttabandalag Reykjanesbæjar) Undir ÍRB eru þá um 18 aðildarfélög sem meðal annars heldur utan um Njarðvík innan UMFÍ
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar niðurgreiðir þátttökugjald sinna iðkenda árið 2024 um 50% og hvetjum við sem flesta að taka þátt í þessari skemmtilegu helgi í Borgarnesi þann 1. til 4 ágúst nk.
Þátttökugjald er 9.400 kr. og greiðir þá ÍRB 50% af því gjaldi. Innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum mótsins, viðburðum og aðgangur að sundlaugum Borgarbyggðar. Einnig er innifalinn aðgangur að tjaldsvæðið mótsins.
Allt um mótið er að finna hér: https://www.umfi.is/vidburdir/unglingalandsmot/