Njarðvík jafnaði einvígið gegn Fjölni í undanúrslitum Subwaydeildar kvenna í gærkvöldi. Lokatölur 88-60 fyrir okkar konur og staðan því 1-1 í rimmunni. Aliyah Collier skilaði svakalegri tvennu með 29 stig og 18 fráköst og þá var hún einnig með 6 stolna bolta. Collier var ekki ein um tvennuverkin því Diane Diéné bætti við 20 stigum og 10 fráköstum.
Nú færist einvígið yfir í Dalhús en þriðji leikur liðanna er sunnudaginn 10. apríl næstkomandi kl. 18:15. Hér að neðan gefur svo að líta umfjallanir helstu miðla eftir leikinn í gær sem og viðtal við Collier sem við tókum eftir leik:
VF.is: Njarðvík með hörkuleik og staðan jöfn í einvíginu við Fjölni
Karfan.is: Njarðvík jafnaði í Ljónagryfjunni