Jólakúlan 2024: LjónagryfjanPrenta

Körfubolti

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur mun fram að jólum selja jólakúluna 2024. Ómissandi skraut á jólatréð en að þessu sinni er það okkar ástkæra Ljónagryfja sem prýðir jólakúluna.

Kúlan verður til sölu á heimaleikjum UMFN sem og í Aðventugarði Reykjanesbæjar á aðventunni.

Jólakúlan 2024 var framleidd í mjög takmörkuðu upplagi svo ekki missa af þessu huggulega jólaskrauti. Kúlan kostar 3500 kr. Einnig er hægt að leggja inn pantanir á unglingarad@umfn.is