Síðast liðinn sunnudag 15.desember hélt Lyftingasamband Íslands Jólamót í ólympískum lyftingum. Það voru 3 konur sem að kepptu frá Massa og áttu flott mót.
Í – 64kg flokki kvenna varð Sigurbjörg Eiríksdóttir í 2 sæti með 69kg í Snatch og 87kg í Clean and Jerk, total 166kg.
Dísa Edwards var að keppa á sínu fyrsta móti í Ólympískum lyftingum og keppti hún í -64kg flokki og varð þar í 4.sæti ásamt því að setja Íslandsmet í sínum aldursflokki & þyngdarflokki í báðum lyftum þegar hún lyfti í Snatch 58kg og bætti svo Íslandsmetið þegar hún lyfti 61kg. Hún bætti Íslandsmetið í Clean and Jerk í tvígang þegar hún lyfti 69kg og svo 73kg.
Í 87kg+ keppti Máney Dögg og var hún í 4.sæti þegar hún lyfti í Snatch 60kg og í Clean and Jerk 76kg.
Við í Massa óskum þeim til hamingju með árangurinn og Emil Ragnari þjálfara fyrir sín störf á flottu móti.
Hægt er að nálgast heildarúrslitin hér https://results.lsi.is/meet/jolamot-2024