Jón Aðalgeir Ólafsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík.
Jón Aðalgeir sem er uppalinn Njarðvíkingur kemur til liðs við okkur frá Grindavík þar sem hann hefur verið styrktarþjálfari meistaraflokks karla árin 2023-2025.
Þar áður var hann styrktarþjálfari hjá afreks- og framtíðarhópi sunddeildar ÍRB.
Jón er menntaður einka- og styrktarþjálfari frá ÍAK, auk þess sem hann hefur einnig lokið styrktar- og þrekþjálfunarnámi við Háskólann í Reykjavík.
Jón sem á alls 8 meistaraflokksleiki fyrir Njarðvík í fótbolta, hefur nú þegar hafið störf hjá deildinni.
Við bjóðum Jón Aðalgeir hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!