Julian Rajic semur við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Miðherjinn Julian Rajic hefur samið við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur en hann leysir af hólmi Gerald Robinson. Julian er 206cm miðherji og var með Njarðvík síðastliðinn föstudag í æfingaleik gegn Skallagrím.

Julian var nýkominn til landsins þegar liðið lék gegn Skallagrím en er óðar að koma sér fyrir í Njarðvík og verður klár í slaginn næsta föstudag þegar vertíðin hefst með látum á viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni.

Mynd/ JBÓ: Friðrik Ragnarsson formaður KKD UMFN og Julian Rajic.