Baráttan í Domino´s-deild karla hefst með látum hjá karlaliðinu okkar í Njarðvík en þá heimsækjum við fjórfalda Íslandsmeistara KR í DHL-Höllina þann 5. október næstkomandi. Liðið byrjar á tveimur útileikjum þar sem miðherjinn og nýjasti Njarðvíkingurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson mætir gömlu félögunum sínum í Þór Þorlákshöfn í annarri umferð og í þriðju umferð er fyrsti heimaleikurinn þann 19. október þegar Stjarnan kemur í heimsókn.
Hér að neðan er hægt að nálgast alla keppnisdagskrá meistaraflokks karla í Domino´s-deildinni en svona skjali er sómi sýndur með að koma því haganlega fyrir á t.d. öllum ísskápum.
Keppnisdagskrá Meistaraflokks Njarðvíkurkarla 2017-2018
*athugið að leiktímar/leikdagar geta breyst en allar breytingar verða kynntar með góðum fyrirfara hér á heimasíðunni.
#ÁframNjarðvík