Þann 4. október næstkomandi hefst Domino´s-deild kvenna og er það heimaleikur sem Njarðvíkurkonur fá í fyrstu umferð. Andstæðingurinn er ekki af verri endanum en þá mætir Skallagrímur í heimsókn með Carmen Tyson-Thomas innanborðs. Hér að neðan er hægt að nálgast alla keppnisdagskrá meistaraflokks kvenna í Domino´s-deildinni en svona skjali er sómi sýndur með að koma því haganlega fyrir á t.d. öllum ísskápum.
Keppnisdagskrá Meistaraflokks Njarðvíkurkvenna 2017-2018
*athugið að leiktímar/leikdagar geta breyst en allar breytingar verða kynntar með góðum fyrirvara hér á heimasíðunni.
#ÁframNjarðvík