Fótboltasumrinu 2025 lokið hjá Njarðvíkingum!
Sumarið í heild var minnisstætt hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir vonbrigði dagsins þar sem karlalið okkar tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.
Karlaliðið okkar sem áður sagði féll úr leik í dag, eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar með 43 stig, sem er langbesti árangur í sögu Njarðvíkur, til þessa.
Kvennaliðið okkar sem er sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur gerði sér lítið fyrir og fór upp í Bestu deildina eftir frábært sumar þar sem þær enduðu einnig í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Það er því alveg óhætt að vera stolt af árangri okkar fólks þetta sumarið!
Knattspyrnudeild Njarðvíkur vill koma þökkum til allra stuðningsmanna, sjálfboðaliða og styrktaraðila sem hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar fótboltasumarið 2025, ekki síst í dag þegar JBÓ völlurinn var smekkfullur!
Og að lokum viljum við nýta tækifærið og óska Keflvíkingum og HK til hamingju með að vera komnir í úrslitaleik Lengjudeildarinnar, og Þór Akureyri og ÍBV með sætin sín í Bestu deildum karla og kvenna að ári.
Okkur er strax farið að hlakka til næstu leiktíðar!
Fyrir Fánann og UMFN!

