KR 2-0 Njarðvík: Síðasti séns á fimmtudag!Prenta

Körfubolti

Staðan er erfið, KR leiðir 2-0 í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar eftir burstið í gær, lokatölur 66-91 í Ljónagryfjunni. Þriðji leikurinn er í DHL-Höllinni fimmtudaginn 22. mars næstkomandi kl. 19:15. Við tökum það ekki í mál að tæplega 30 stiga tap sé okkar síðasti heimaleikur og því er þetta akkúrat tíminn til að fylkja sér á bak við liðið, halda vestur í bæ og landa sigri!

Njarðvíkingar eiga miklu meira inni en þeir hafa sýnt fyrstu tvo leikina og ekki seinna vænna en að galdra það fram á fimmtudag.

Umfjallanir um leikinn í gær:

Karfan.is
VísIr.is
MBL.is