KR full stór biti fyrir NjarðvíkPrenta

Fótbolti

KR var full stór biti fyrir Njarðvík þegar liðin mættust í Reykjaneshöll í kvöld í Lengjubikarnum. Njarðvíkingar héldu alveg við KR inga mest allan leikinn. Jafnt var 0 – 0 í hálfleik og það var ekki fyrr en á 60 mín að KRingar náðu forystunni. Það var svo á lokakaflanum sem varnarleikur okkar riðlaðist og KRingar gengu á lagið og settu þrjú mörk á 83, 88 og 89 mín og uppskeran 0 – 4 tap fyrir öflugu KR liði.

Við getum svo sem verið sáttir við mest allan leikinn, góð barátta, fín spilamennska á köflum og menn að leggja sig fram, við meigum illa við að skipta út úr byrjunarliðinu en það er nauðsynlegt að leikmannahópurinn fái mínótur á þessum árstíma og það gegn sterkum liðum eins og KR. Erlendi leikmaðurinn Toni Tipuric lék sinn fyrsta mótsleik og leit vel út.

Þessi leikur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var mótsleikur númer 999 í mótum hjá KSÍ, Bikarkeppni, Íslandsmóti og Deildarbikar (nú Lengjubikarinn) frá árinu 1968 þegar Njarðvík tók fyrst þátt í Bikarkeppni og  Íslandsmóti.

Næsti leikur okkar er á fimmtudaginn kemur gegn Fylki í Árbænum.

Leikskýrslan Njarðvík – KR

Staðan í riðli 2 Lengjubikarinn A deild