Leikdagur í IceMar-Höllinni: Njarðvík – Hamar/ÞórPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti liði Hamars/Þórs í IceMar höllinni í kvöld í 7. umferð Bónus deildar kvenna.
Njarðvík er eitt þriggja liða á toppi deildarinnar með fimm sigra og eitt tap eftir sex umferðir meðan Hamar/Þór eru enn án sigurs.

Leikurinn er sá síðasti áður en það hefst landsleikjahlé í kvennaboltanum, og því næsti leikur hjá Ljónynjum ekki fyrr en 22. nóvember. Því er tilvalið að skella sér í IceMar höllina í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs áður en það kemur hlé á deildinni.

Áfram Njarðvík!