Leikdagur: Valur-Njarðvík í borginniPrenta

Körfubolti

Keppni í Bónusdeild karla hefst á nýjan leik í kvöld eftir landsleikjahlé. Ljónin okkar frá Njarðvík mæta þá að Hlíðarenda í höfuðborginni til þess að glíma við Valsmenn. Leikurinn er í níundu umferð og hefst kl. 19:15.

Fyrir leik er Njarðvík í 5.-6. sæti með 8 stig, en Valsarar í því fjórða með 10 stig og því um mjög mikilvægan leik að ræða og þurfa strákarnir á stuðning að halda. Við hvetjum Njarðvíkinga til að fylla bílana og halda í höfuðborgina í kvöld.

Áfram Njarðvík!
#FyrirFánann