Leikmannaáfangar 2025Prenta

Fótbolti

Leikmannaáfangar tímabilið 2025!

Á nýliðnu tímabili voru þó nokkrir leikmenn sem náðu vissum áföngum í leikjafjölda sem leikmenn UMFN.

Tveir uppaldir leikmenn fóru yfir 50 leikja múrinn, en það voru þeir Freysteinn Ingi Guðnason(69 leikir alls), fæddur árið 2007 og Svavar Örn Þórðarsson(52 leikir alls), fæddur árið 2004.
Báðir áttu flott tímabil og eiga eflaust bara eftir að eflast í grænu treyjunni næstu árin!

Þá spilaði Aron Snær Friðriksson sinn fimmtugasta leik sem markmaður Njarðvíkur í leiknum gegn Keflavík í síðustu viku, en hann kom til okkar fyrir leiktíðina 2024.
Tómas Bjarki Jónsson sem gekk til liðs við okkur árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik, spilaði snemma á leiktíðinni leik nr. 50 fyrir Njarðvík og er í raun kominn með 75 leiki alls fyrir UMFN. Á síðastliðnu tímabili hefur Tómas borið fyrirliðabandið í þeim leikjum sem Kenny Hogg fyrirliði okkar, hefur ekki spilað/byrjað í.

Sigurjón Már Markússon og Oumar Diouck fóru yfir 100 leiki, en báðir voru þeir að klára sína fjórðu leiktíð hjá Njarðvík.
Sigurjón er kominn með alls 113 leiki fyrir Njarðvík, og Oumar 115 leiki, en Oumar skoraði nýverið mark nr. 70 fyrir Ungmennafélagið og er orðinn þriðji markahæstur í sögu félagsins.

Að lokum sló Arnar Helgi Magnússon 250 leikja múrinn á tímabilinu og varð með því aðeins annar leikmaður í sögu UMFN til að ná 250 leikjum á vegum KSÍ.
Arnar er kominn með 252 leiki frá árinu 2016 þegar hann gekk til liðs við okkur frá uppeldisfélagi sínu FH.
Aðeins 14 leikjum munar milli hans og Kristins Arnar Agnarssonar, sem er leikjahæstur með 266 leiki alls.

Knattspyrnudeildin óskar okkar mönnum til hamingju með áfangana og vonast eftir að sjá þá ná enn stærri áföngum í grænu treyjunni.

Áfram Njarðvík!