Keflvíkingar lutu í lægra haldið gegn Snæfell í toppslag Domino’s deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar sem léku á heimavelli höfðu forystu bróðurpart leiksins en tókst illa að hrista gestina af sér. Að lokum fór það svo að Snæfellskonur náðu forystu í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi. Keflvíkingar virtust hafa leikinn í hendi sér og fóru í raun illa að ráði sínu á köflum. Lokatölur 71-76 og Snæfelingar því einir á toppi deildarinnar.
Hjá Keflavík var Carmen Thomas best en hún hefur þó átt betri daga. Birna Valgarðs var sterk en hún skoraði 14 stig í leiknum.