Líkamsræktarsalur Massa opnar á nýPrenta

UMFN

Það gleður okkur að tilkynna að frá og með fimmtudeginum 25. febrúar mun Líkamsræktarsalur Massa vera opinn samkvæmt hefðbundnum opnunartímum.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á salnum til að koma til móts við sóttvarnarráðstafanir. Mikilvægt er að ALLIR sem koma í salinn skrái sig inn með sínu eigin númeri við inngang og bara einn aðili fer inn um hruðina í einu. Þetta er gert til þess að við höfum skrá yfir þá sem eru á staðnum á hverjum tíma.

Við biðjum fólk um að halda fjarlægðartakmörkum í salnum eftir helstu getu og spritta tæki og snertifleti fyrir og eftir notkun.

Þeir iðkendur sem áttu gild aðgangskort á tímabilinu október – febrúar geta fengið þann tíma bættan við sín aðgangskort. Starfsfólk í afgreiðslu sér um að lagfæra og selja aðgangskort.

Aðalfundur Massa, lyftinga- og líkamsræktardeildar UMFN fer einnig fram fimmtudaginn 25.febrúar og hefst klukkan 20:00 í félagssal á efri hæð í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur.

Allir félagsmenn eru velkomnir á fundinn.