Ljónin tættu í sig KR og fækkuðu í hópi toppliða deildarinnar þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni föstudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Lokatölur voru 85-67 Njarðvík í vil en okkar menn hafa nú 10 stig á toppi deildarinnar eins og Tindastóll og Keflavík.
Mario Matasovic var stigahæstur með 24 stig og 7 fráköst en framlagið kom úr öllum áttum. Ólafur Helgi var ekki að setja skotin sín í leiknum en var baneitraður varnarlega. Maciej bætti við 17 stigum og þá var Jeb með 16 stig. Julian tók flotta spretti með 11 stig og 8 fráköst og óhætt að segja að sigurinn hafi verið gríðarsterkur sigur liðsheildar þar sem það var einfaldlega valtað yfir KR!
Við þökkum stuðningsmönnum kærlega fyrir komuna í Ljónagryfjuna en stuðningurinn í gær og til þessa á tímabilinu hefur verið algert afbragð. Næst er að fjölmenna til Grindavíkur þann 16. nóvember þegar við mætum gulum og glöðum.
Njarðvík 85-67 KR – tölfræði
Myndasafn
Viðtal við Loga eftir leik
Viðtal við Einar eftir leik