Luqman Hakim til NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Luqman Hakim gengur til liðs við Njarðvík!

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við belgíska úrvalsdeildarklúbbinn K.V. Kortrijk um að fá Luqman Hakim lánaðan út Lengjudeildina 2023.

Luqman er frá Malasíu, og er sóknarsinnaður leikmaður sem á alls 2 A landsleiki fyrir Malasíu, sem og ótal marga yngri landsleiki.

Luqman sem er tvítugur að aldri var á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims árið 2019.
Luqman var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í 2 leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni. Þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð.
Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir u21 árs og varalið félagsins.

Luqman er nú þegar kominn til landsins og verður gaman að fylgjast með þessum spennandi leikmanni í grænu treyjunni.

Knattspyrnudeildin býður Luqman innilega velkominn!