Njarðvík er komið í 2-0 eftir öruggan 70-85 sigur á ÍR í kvöld. Maciek Baginski var stigahæstur okkar manna í leiknum með 21 stig. ÍR-ingar voru ekki langt undan en Ljónin voru við stýrið og kláruðu vel.
Þriðji leikurinn er á miðvikudag í Ljónagryfjunni þar sem okkar mönnum gefst færi á að loka seríunni með sigri og þar með tryggja sig inn í undanúrslit Domino´s-deildarinnar. Kevin Capers var í banni hjá ÍR í kvöld en mætir aftur í slaginn í næsta leik og rétt eins og í fyrstu tveimur leikjunum má búast við mikilli glímu svo það er skyldumæting í grænu á þennan gott fólk.
Eins og kemur fram að ofan var Maciek atkvæðamestur í kvöld með 21 stig og 4 fráköst og Jeb bætti við 17 stigum og næstur í röðinni var Eric Katenda með tvennu, 15 stig og 10 fráköst.
Tölfræði leiksins
Myndasafn úr leiknum (Karfan.is – Þorsteinn Eyþórsson)
Mynd/ Karfan.is: Þorsteinn Eyþórsson – Maciek Baginski bakaði ÍR-ingum oft vandræði í kvöld.