Marc McAusland með 100 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!
Marc McAusland lék í gærkvöldi leik númer 100 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.
Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.
Hundraðasti leikurinn kom í tapi gegn Gróttu í gærkvöldi.
Skoski hafsentinn, sem ber iðulega fyrirliðabandið hjá Njarðvík kom fyrst til klúbbsins fyrir tímabilið 2020 eftir að hafa spilað með Grindavík og Keflavík hér á landi.
Þar áður hafði hann spilað fjöldann allan af leikjum í skosku úrvalsdeildinni með m.a. St. Mirren.
Marc hefur skorað 19 mörk fyrir Njarðvík í þessum 100 leikjum þrátt fyrir að leika í stöðu miðvarðar.
Knattspyrnudeildin óskar Marc innilega til hamingju með áfangann!
Áfram Njarðvík!