Carlos Mateo hefur beðist lausnar undan samningi við Njarðvík af persónulegum ástæðum og mun því ekki leika með Ljónahjörðinni á komandi tímabili í Bónusdeild karla. Við þökkum Carlos fyrir samferðina og framlagið til þessa.
Á sama tíma þá kynnum við til leiks nýjan leikmann sem fyllir í skarð Mateo en það er Julio De Assis sem er mörgum körfuknattleiksunnandanum að góðu kunnur. De Assis hefur m.a. verið á mála hjá Grindavík og var með 12,3 stig og 6,2 fráköst hjá Grindvíkingum tímabilið 2023-2024.
Mynd/ Rúnar Ingi þjálfari og Hafsteinn stjórnarmaður ásamt Julio De Assis nýjast liðsmanni okkar Njarðvíkinga.
