Miðasalan í kvöld verður styrkur Fjölskylduhjálpar og UnicefPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast í kvöld í Domino´s-deild karla kl. 19:15 í Ljónagryfjunni en þetta er síðasta umferðin í úrvalsdeild fyrir jólafrí. Stjörn KKD UMFN hefur ákveðið að allur ágóði miðasölu á leikinn í kvöld muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands og Neyðarsöfnunar Unicef fyrir börn í Sýrlandi!

Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja vel við bakið á Njarðvík í baráttunni um tvö dýrmæt stig og um leið styrkja góð og þörf málefni en ágóði miðasölunnar mun renna að hálfu til Fjölskylduhjálpar Íslands og að hálfu til Neyðarsöfnunar Unicef.

Áfram Njarðvík!