Mikilvægur leikur á fimmtudaginn – Rafholt býður frítt á völlinn!Prenta

Fótbolti

Risa leikur á fimmtudaginn í Lengjudeildinni!

Gróttumenn koma þá í heimsókn á Rafholtsvöllinn.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 en við tendrum í grillinu fyrir leik, kaldir drykkir á boðstólunum fyrir alla aldurshópa og fyrrum leikmaður úr yngri flokkum Njarðvíkur, Róbert Drzmkowski, úr hljómsveitinni Nostalgíu, tekur lagið fyrir leik.
Frítt inn er á leikinn í boði styrktaraðila okkar, Rafholt ehf.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um umspilssæti fyrir úrslitakeppni Lengjudeildarinnar, en fyrir leik eru okkar menn í 4. sæti með 28 stig þegar 4 umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn í þessum næst síðasta heimaleik tímabilsins, sem við titlum sem afmælisleik, en Ungmennafélagið Njarðvík fagnar 80 árum í ár.

Áfram Njarðvík!