Njarðvík vann stóran og góðan sigur á Val í Domino´s-deild karla í gærkvöldi. Lokatölur 73-106. Terrell Vinson var heitur í gær með 30 stig og 10 fráköst á 24 mínútum og það var önnur tvenna á ferðinni en henni skilaði Ragnar Nathanaelsson með 10 stig og 13 fráköst.
Njarðvík vann þriðja lekhluta með látum eða 14-30 og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Um þessar mundir er Njarðvík í 5. sæti með 18 stig en 16. umferð deildarinnar heldur áfram í kvöld og lýkur á föstudag. Næsti leikur Njarðvíkurliðsins er fimmtudaginn 8. febrúar gegn Þór Akureyri í Ljónagryfjunni.
Umfjallanir um leikinn í gær:
Karfan.is
Vísir.is
Mbl.is
RUV.is
Mynd/Karfan.is-Torfi Magnússon: Maciek Baginski sækir að körfu Valsmanna í gærkvöldi.