Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Nettó hafa endurnýjað samstarfs- og styrktarsamning sinn fyrir leiktíðina 2017-2018. Páll Kristinsson varaformaður KKD UMFN og Erla Valgeirsdóttir aðstoðar verslunarstjóri frá Nettó undirrituðu samninginn í Ljónagryfjunni um síðastliðna helgi en þá hélt Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í fyrsta sinn svokallaðan fjölmiðladag með leikmönnum meistaraflokkanna.
Nettó er einn af aðal samstarfs- og styrktaraðilum körfuknattleiksdeildarinnar og vill stjórn deildarinnar koma á framfæri ánægju sinni með þetta samstarf sem er mikils virði í baráttunni með bestu liðum landsins!
Páll Kristinsson varaformaður KKD UMFN sagði við þetta tækifæri að það væri gæfa körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur að geta unnið með jafn öflugum bakhjörlum og raun ber vitni. „Nettó er í hópi aðalstyrktaraðila deildarinnar og það er frábært að jafn öflugur aðili skuli ganga áfram í verkefnin með okkur hér í Njarðvík.“
Með Páli og Erlu á myndinni er Logi Gunnarsson fyrirliði meistaraflokks karla og Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna.